Yngst til þess að útskrifast með B.Sc. í læknisfræði

Ragna útskrifaðist sl. helgi en ætlar í áframhaldandi nám.
Ragna útskrifaðist sl. helgi en ætlar í áframhaldandi nám.

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir varð um helgina yngsti einstaklingurinn sem hefur útskrifast með B.Sc.-gráðu í læknisfræði hér á landi. Hún segir tilfinninguna frábæra og hlakkar til að klára næstu þrjú ár og fá lækningaleyfi.

Ragna er fædd árið 2000 og verður því 21 árs síðar á árinu. 

„Það var auðvitað góð tilfinning en þetta var ekki alveg komið til af góðu. Ég fór upp um bekk í grunnskóla vegna þess að ég lenti í svo miklu einelti. Síðan var ég bara þrjú ár í menntaskóla sem var vegna styttingar menntaskólans. En þetta var mjög góð tilfinning samt sem áður. Ég er tveimur árum yngri en þeir yngstu sem eru að útskrifast með mér,“ segir Ragna í Morgunblaðinu í dag.

Ragna segir að hún hafi haft mikinn áhuga á mannslíkamanum og henni finnst ótrúlega gefandi að hjálpa fólki. Hún bætir við að hún hafi valið læknisfræðina vegna þess að hún spannar svo breitt svið.

„Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt en auðvitað krefjandi á tímum. En aðallega bara skemmtilegt; ef maður hefur gaman af mannslíkamanum og hvernig hann starfar þá er þetta skemmtilegt nám.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert