Gunnar Þór dúx í læknadeild í Debrecen

Gunnar Þór Dagsson.
Gunnar Þór Dagsson. Ljósmynd/Aðsend

Brautskráning í læknaháskólanum í Debrecen í Ungverjalandi var 16. september sl. og útskrifaðist Gunnar Þór Dagsson með hæstu einkunn í hópi erlendra nemenda. „Ég er mjög ánægður með árangurinn og þó mér hafi gengið vel flest námsárin kom hann mér á óvart,“ segir dúxinn. „Ég bjóst ekki við þessu.“

Hilmar Þór Dagsson, bróðir Gunnars Þórs, útskrifaðist úr almennri læknisfræði frá háskólanum í Debrecen 2017 og stundar nú sérnám í heimilislækningum á Íslandi.

„Það var svolítið honum að kenna að ég hóf nám í skólanum sama ár,“ segir Gunnar Þór.

Til nánari útskýringar segist hann hafa lært fyrir inntökuprófið í læknadeild Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi af náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík, en ekki komist inn. Því hafi legið beinast við að fara til Ungverjalands. „Ég tók því við keflinu af honum.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: