Þrír réðust á einn – komust undan með verðmæti

Lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu var tilkynnt um rán í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt þar sem þrír einstaklingar réðust á einn, veitt honum áverka og komust undan með verðmæti sem hann hafði með meðferðis. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir sömuleiðis að málið er í rannsókn. 

Óskað eftir aðstoð á bráðamóttöku

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Einn grunaður var handtekinn og er hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna einstaklings sem var til vandræða laust eftir miðnætti. 

Nokkuð mörg mál voru á borði lögreglu í nótt þar sem grunur leikur á akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka