„Tekur sinn tíma að ná jafnréttinu“

Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Það tekur sinn tíma að ná jafnréttinu á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, en hún verður bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ á komandi kjörtímabili, fyrst kvenna. Arna segir það kannski ekki stórt skref að kona sitji í bæjarstjórasætinu. Það sé miklu frekar sjálfsagt skref.

Þá segist hún virkilega spennt fyrir komandi tímum. „Það eru bjartir tímar fram undan og það verður bara gaman að fá að fylgja þeim eftir,“ segir hún.

Arna Lára var bæjarstjóraefni Í-listans á Ísafirði en oddviti var Gylfi Ólafsson. Í-listinn felldi meirihlutann en hann mynduðu áður Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Að framboði Í-listans standa einstaklingar úr Samfylkingu, Viðreisn og Vinstri grænum, auk óháðra.

Í-listinn fékk 46,3% og fimm menn, Sjálfstæðisflokkurinn 24,7% og tvo menn og Framsóknarflokkurinn 24,4% og tvo menn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert