Ekki búið að handtaka ökumanninn

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur verið að …
Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni samkvæmt upplýsingum mbl.is. mbl.is/Ari

Ekki er búið að handsama manninn sem virðist hafa keyrt viljandi á hjólreiðamann á Laugaveginum á laugardaginn.

Lögregla gat ekki veitt blaðamanni mbl.is meiri upplýsingar um málið nema að verið sé að reyna að púsla atburðarásinni saman. Sagði hún mikið annríki hafa verið undanfarið og því ekki getað sinnt málinu sem skyldi. 

Vitni segja að ökumaður bílsins hafi þanið vél bifreiðarinnar, flautað og keyrt aftan á mann á reiðhjóli með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinn datt af hjólinu. Þá hafi ökumaður bílsins keyrt yfir reiðhjólið og í burtu af vettvangi.

Mikið hefur verið að gera hjá lögreglu upp á síðkastið en meðal þess sem er í rannsókn er manndráp í Barðavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert