Sea Shepherd fylgist með hvalveiðunum

Sea Sheperd leigði skipið til að afla heimilda um hvalveiðarnar …
Sea Sheperd leigði skipið til að afla heimilda um hvalveiðarnar í sumar og taka myndir. Ljósmynd/Páll Ásgeirsson

Glomar Arctic, skráð í Panama, er hér við land á vegum Sea Shepherd-samtakanna. Skipið elti Hval 8 í fyrradag suður að Reykjanestá en sneri þar við og fór inn á Faxaflóa. Í gær lá skipið úti fyrir mynni Hvalfjarðar.

Skipið kom til landsins í síðustu viku og lagðist við bryggju í Reykjavík. Sex eru í áhöfn auk fimm farþega, samkvæmt upplýsingum frá Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Áætluð viðvera er til 17. júlí.

Skipverjar gáfu þær upplýsingar að skipið hefði verið leigt af Sea Shepherd-samtökunum og að tilgangur leiðangursins væri friðsamlegur. Þeir væru hér til að taka myndir og að skrá heimildir um hvalveiðar. Öll samskipti við fólkið um borð hafa verið vinsamleg, að sögn LHG.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert