Áfram lífræn ræktun á Sólheimum

Í Sólheimum er vagga lífrænnar ræktunar og ræktuð eggaldin, tómatar, …
Í Sólheimum er vagga lífrænnar ræktunar og ræktuð eggaldin, tómatar, agúrkur og fleira. Ljósmynd/Solheimar.is

„Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar og brautryðjendur á því sviði. Þeir hafa verið það í 92 ár og verða hér eftir sem hingað til. Það hefur aldrei verið í myndinni að hætta lífrænni framleiðslu hér á Sólheimum,“ segir Kristín Björg Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi.

Guðmund Ármann Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sólheima, skrifaði aðsenda grein sem birtist í Morgunblaðinu 13. júlí. Þar segir hann að Sólheimar séu að hætta lífrænni ræktun og bætir við: „Ræktun getur ekki talist lífræn nema vottuð sé.“ Þess má geta að Guðmundur situr í stjórn Vottunarstofunnar Túns.

Kristín telur að tilefni greinar Guðmundar sé að aðalfundur Sólheima samþykkti í vor að heimila notkun á svokölluðum sveppamassa til áburðar.

„Sveppamassi er íslensk framleiðsla. Þetta er lífrænn áburður sem er framleiddur úr hænsnaskít og mómold. Vottunarstofan Tún hefur ekki viðurkennt þennan áburð. Því munum við fara úr vottunarferli Túns,“ segir Kristín. Hún segir að margir framleiðendur lífrænna matvæla séu hættir viðskiptum við Tún.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert