Búist við 1.200 keppendum á mótið

Mynd af unglingalandsmóti í fyrra.
Mynd af unglingalandsmóti í fyrra. mbl.is/Sigurður Bogi

Síðdegis í gær voru fyrstu gestirnir á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem nú er haldið á Selfossi þangað mættir. Á tjaldsvæði mótsins, syðst í bænum á Selfossi, hafði fólk reist sér íverustaði og á götunum voru ýmsir á ferli. Keppni átti svo að hefjast nú með morginum og á íþróttasvæði bæjarins verður iðandi líf alla helgina og þess utan ýmsar skemmtanir og gaman.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

„Við göngum út frá því að keppendur verði um 1.200 unglingar, 11 til 18 ára. Síðan bætast við fjölskyldur þeirra og fleiri. Því verður hér mikið um að vera,“ sagði Guðrún Tryggvadóttir mótsstjóri.

Mótsetning er í kvöld

Úrhelli var á Selfossi á miðvikudag svo út af flóði víða í bænum. Í gær var hins vegar komið fínt veður í bænum og vatn í pollum og pyttum, svo sem á tjaldsvæði bæjarins, var tekið að sjatna. Með því fór lokaundirbúningur mótsins á fulla ferð enda að mörgu að hyggja. Formleg mótsetning er í kvöld og meðal gesta þar verða Guðni Th. Jóhannsson forseti Íslands og Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert