Boða til blaðamannafundar vegna eldgossins

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna verður á fundinum.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna verður á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnir hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 17.30 vegna eldgossins sem hófst við Fagradalsfjall í dag. 

Á fundinum verða Magnús Tumi Guðmundsson frá Háskóla Íslands, Elín Björk Jónasdóttir frá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson frá almannavörnum. Þau munu fara yfir þær upplýsingar sem fengust í yfirlitsferð yfir gossvæðið í dag.

Fundurinn verður haldinn í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð 14 og verður streymt á facebook-síðu almannavarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka