Handtekinn vegna líkamsárásar á skemmtistað

Einn var handtekinn vegna líkamsárásar á skemmtistað í nótt.
Einn var handtekinn vegna líkamsárásar á skemmtistað í nótt. mbl.is/Ari

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbænum laust fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Einn einstaklingur var handtekinn á vettvangi og var hann færður inn til skýrslutöku. Hann var látinn laus að henni lokinni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var einnig óskað eftir lögreglu á tveimur skemmtistöðum til viðbótar, annars vegar vegna einstaklings sem var til vandræða sem vísa þurfti burt, og hins vegar vegna einstaklings sem var ofurölvi. Sá neitaði að segja til nafns og var vistaður í fangaklefa. Verður hann látinn dúsa þar þar til það rennur af honum.

Laust fyrir klukkan fjögur barst önnur tilkynning um slagsmál utan við skemmtistað.

mbl.is