Búast má við talsverðri úrkomu á Austurlandi

Stíf austanátt í dag og rigning eða súld.
Stíf austanátt í dag og rigning eða súld. mbl.is/​Hari

Stíf austanátt verður í dag, rigning eða súl og hiti á bilinu 2 til 8 stig. Eftir hádegi á að lægja og sytta upp suðvestanlands, en í kvöld má búast við talsverðri úrkomu á Austurlandi, segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun má búast við norðan 8 til 18 m/s og rigningu með köflum. Hvassast verður norðvestan- vestanlands. Úrkomulítið verður á Suðvestur- og Vesturlandi, en smá væta þar seint á morgun. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert