Skilaboð send á yfir 30.000 notendur

Brotist var inn í tölvukerfi þriðja aðila, tengdum Sportabler.
Brotist var inn í tölvukerfi þriðja aðila, tengdum Sportabler. Ljósmynd/Colourbox

Innbrot í tölvukerfi tilkynningarþjónustu Sportabler, leiddi til þess að 30.367 skilaboð (e. push notification) voru send út í nafni fyrirtækisins. Taka ber fram að einungis Android-notendur fengu send skilaboð, en iPhone-notendur (iOS) urðu ekki varir við neitt slíkt.

Sportabler er vef- og snjallsímaforrit sem sérhæfir sig í samskiptum og skipulagningu tengdu íþróttastarfi.

Samkvæmt tilkynningu frá Sportabler, sem var send á notendur í gærkvöldi,  hefur tækniteymi fyrirtækisins nú þegar lagst í ítarlega greiningu, og brugðist við ógninni sem þau segja einangrað atvik. 

Fram kemur fram að fyrirtækið geymir ekki viðkvæmar persónuupplýsingar, og því þurfi notendur Sportabler ekki að gera sérstakar ráðstafanir vegna málsins.

Þá segir að Sportabler hafi óvirkjað tilkynningarþjónustu sína tímabundið í gær, á meðan brugðist var við vandanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert