Þriðjungur lærir vestræna letrið

Áhugasamir nemendur í tíma í Dósaverksmiðjunni koma frá ýmsum heimshornum.
Áhugasamir nemendur í tíma í Dósaverksmiðjunni koma frá ýmsum heimshornum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sífellt fjölgar hér erlendum íbúum sem vilja gjarnan læra íslensku til þess að samlagast samfélaginu betur. Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar, segir ýmsar brotalamir í þessum málaflokki.

Kennsla í íslensku sem öðru máli heyrir nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Gígja nefnir að allir einkareknu skólarnir þurfi að sækja um í sjóði sem heitir: Íslenskukennsla fyrir útlendinga.

„Það er búið að vera óskiljanlegt hvernig hefur verið úthlutað úr þeim sjóði. Síðasta ár var ég með 2.700 nemendur en fékk greitt fyrir 280. Alltaf þegar ég kvartaði við ráðuneytið var ég spurð: „Hvaða skóli viltu að fái minna svo þú fáir meira?“ Þannig var okkur alltaf stillt upp sem andstæðingum sem er mjög slæmt. Þegar ég stofnaði þennan skóla var mín meginhugsun sú að útlendingar hefðu val; bæði um aðferðir og nálgun og gætu þá skipt ef þau væru óánægð. En þetta virtist ekki vera hugsunin hjá ráðuneytunum,“ segir hún.

Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar.
Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. mbl.is/Ásdís

Gígja segir að það sem hafi vaxið hraðast hjá skólanum sé kennsla í vestræna letrinu. „Í hitteðfyrra var sá hópur einn fjórði af nemendum og í ár einn þriðji,“ segir hún og bætir við að það að kunna að lesa og skrifa vestrænt letur sé grundvöllur þess að geta lært íslensku.

„Þegar við byrjuðum á þessu var ekki til neitt námsefni og því þurftum við að byrja frá grunni. En núna erum við með fimm stig bara í því að kenna vestræna letrið.“

Fjallað er um íslenskukennslu fyrir útlendinga í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »