Stækkun til skoðunar

Öllum framkvæmdum á að vera lokið á þessum áratug eða …
Öllum framkvæmdum á að vera lokið á þessum áratug eða fyrir 2030. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr Landspítali við Hringbraut gerbreytir eflaust þeirri aðstöðu sem fylgir sjúkrahúsrekstri í höfuðborginni. Öllum framkvæmdum á að vera lokið á þessum áratug eða fyrir 2030. Þar af leiðandi gætu verið nokkur ár þar til þeim lýkur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur komið til tals innan heilbrigðiskerfisins að stækka gamla spítalann við Hringbraut í einhverri mynd, með það fyrir augum að auðvelda biðina. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið í þeim efnum og væntanlega koma fleiri en ein útfærsla til greina. Ein hugmyndin gengur út að nýta pláss aftan við spítalann, Eiríksgötumegin eða Barónsstígsmegin.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum árum er húsakostur gamla Landspítalans kominn til ára sinna og sums staðar á spítalanum er þröngt um viðkvæma starfsemi.

Íslendingar eru nú um 390 þúsund og fjölgar umtalsvert á hverju ári. Biðin eftir nýju húsnæði gæti orðið krefjandi fyrir starfsfólk og sjúklinga.

Hvort af stækkun við gamla spítalann verður er algerlega óljóst en ef farið yrði í einhvers konar stækkun á húsnæðinu, þá yrði það gert með þeim hætti að framkvæmdir gætu gengið hratt fyrir sig. Tilgangurinn væri að auðvelda biðina eftir nýju húsnæði og koma til móts við deild eða deildir sem eru búnar að sprengja utan af sér aðstöðuna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert