Ræða hágæða samgöngur á milli vallar og borgar

Almenningssamgöngur frá Leifsstöð eru af skornum skammti.
Almenningssamgöngur frá Leifsstöð eru af skornum skammti.

Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Kadeco, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa sameiginlega að opnum fundi um góðar og umhverfisvænar samgöngur milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og höfuðborgarsvæðisins.

Fram kemur í tilkynningu að ræða eigi sameiginlega framtíðarsýn, raunhæfni og mögulegar lausnir á þeim áskorunum sem blasa við.

Ræða á sameiginlega framtíðarsýn, raunhæfni og mögulegar lausnir á þeim …
Ræða á sameiginlega framtíðarsýn, raunhæfni og mögulegar lausnir á þeim áskorunum sem blasa við.

Erlendir fyrirlesarar með erindi

Erlendir gestafyrirlesarar muni gefa innsýn í svipuð verkefni sem borgir í Evrópu hafa ráðist í og einnig verði tekinn púls á þeim möguleikum sem bjóðast hjá aðilum sem vinna um allan heim að stórum innviðaverkefnum með áherslu á vistvænni samgöngur.

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri samgönguáætlunar hjá innviðaráðuneytinu, verður með erindi og Árni Freyr Stefánsson, skrifstofustjóri samgangna hjá innviðaráðuneytinu, tekur þátt í pallborðsumræðum. 

Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 12. október, kl. 13-17.

Nánari upplýsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka