Allt tiltækt slökkvilið kallað út á Höfða

Frá aðgerðum á Réttarhálsi.
Frá aðgerðum á Réttarhálsi. mbl.is/Óttar

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bruna í þaki í iðnaðarhúsnæði á Höfða í Reykjavík.

Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um klukkan hálf 11 í morgun, að sögn Magnúsar Þórarinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært klukkan 11.42

Vel hefur gengið að ná niðurlögum eldsins á Réttarhálsi 2 þar sem N1 og Rekstrarvörur eru til húsa.

„Í rauninni er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka. Við erum að leita að okkur allan grun um að það séu engar glæður eftir,“ segir Magnúsar Þórarinsson í samtali við mbl.is klukkan 11.40.

Hann segir að eldurinn í þakinu hafi verið töluverður á tímabili. Hann hafi náð að dreifa sér um þakið að einhverju leyti.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert