Þyrla kölluð út vegna umferðarslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðarslyss á Suðurlandi nú síðdegis.

Samkvæmt upplýsingum Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, varð árekstur fólksbifreiðar og jeppabifreiðar á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvítanes. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar og annar með sjúkrabifreið til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hellu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert