Uppbyggingarsvæði endurmetin

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrafnkell Á. Proppé, fyrrverandi svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir óhjákvæmilegt að eldsumbrotin á Reykjanesskaga muni hafa áhrif á þróun skipulags. Jafnframt þurfi að huga að varnargörðum víðar á svæðinu.

„Þetta er svo nýlega orðið raunverulegt, þó svo að fólk hafi verið meðvitað um að Reykjanesskaginn allur sé í raun virk eldstöð og nokkur virk eldstöðvakerfi. Þessir atburðir munu óhjákvæmilega hafa áhrif. Þau eru ekki komin fram, enda er skipulagsferlið tímafrekt,“ segir Hrafnkell.

„Ég tel óhjákvæmilegt að þegar verið er að skoða uppbyggingarsvæði, sérstaklega ný uppbyggingarsvæði, og hver þróunin er til framtíðar á höfuðborgarsvæðinu, verði í miklu meiri mæli horft á ný hraunflæðilíkön. Þannig að eldsumbrotin nú setja svæði sem eru nær eldstöðvunum í nýtt samhengi. Það þarf að nálgast þau með allt öðrum hætti en hefur verið gert undanfarin ár og áratugi,“ segir Hrafnkell, sem stofnaði fyrirtækið Úrbana skipulagsráðgjöf eftir að hann lét af störfum hjá SSH.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert