Orkumálastjóri situr fyrir svörum um orkuskort

Halla Hrund Logadóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Helga Árnadóttir eru …
Halla Hrund Logadóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Helga Árnadóttir eru gestir í Spursmálum að þessu sinni. Samsett mynd

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, situr fyrir svörum í næsta þætti Spursmála sem sýndur verður í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Leitast verður eftir svörum við krefjandi spurningum um stöðu orkumála hér á landi og hvers sé að vænta í náinni framtíð miðað við þá stöðu sem nú er uppi. 

Auk Höllu Hrundar mæta þau Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, í settið til gera helstu fréttum vikunnar góð skil. Þar verður á nógu að taka og má því búast við að upplýsandi og lífleg umræða skapist í kjölfarið.

Ekki missa af fræðandi og spennandi umræðu um allt það helsta sem gerist í íslensku samfélagi. Fylgstu með Spursmálum alla föstudaga kl. 14 hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert