mbl | sjónvarp

Dimma snýr aftur

TÍMARITIÐ  | 2. nóvember | 18:44 
Meðlimir rokksveitarinnar Dimmu hafa nú snúið aftur, en þeir komu í Símaklefann á dögunum og tóku lagið „Þungur kross“. Nú snýr sveitin aftur og tekur í þetta sinn lagið „Skuggasvæði“. Lesendur sem kunnu að meta krossinn þunga ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með lagið frekar en fyrri daginn.

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spiliríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með. 

Meðlimir rokksveitarinnar Dimmu hafa nú snúið aftur, en þeir komu í Símaklefann á dögunum og tóku lagið „Þungur kross“. Nú snýr sveitin aftur og tekur í þetta sinn lagið „Skuggasvæði“. Lesendur sem kunnu að meta krossinn þunga ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með lagið frekar en fyrri daginn.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves-straumum þar á milli.

Loading