mbl | sjónvarp

Rifust um að taka vítaspyrnu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. apríl | 20:36 
Þrír leikmenn Chelsea rifust um hver þeirra fengi að taka vítaspyrnu í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þrír leikmenn Chelsea rifust um hver þeirra fengi að taka vítaspyrnu í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Í stöðunni 4:0 fékk Chelsea vítaspyrnu. Nicolas Jackson var verulega ósáttur við að fá ekki að taka spyrnuna auk þess sem Noni Madueke gerði sig líklegan til að taka hana.

Skoraði fullkomna þrennu í fyrri hálfleik (myndskeið)

Rifrildi þeirra mátti einu gilda enda hefur Chelsea yfir einni öruggustu vítaskyttu deildarinnar að skipa, Cole Palmer.

Hann steig að endingu á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi, hans fjórða mark í leiknum.

Loading