mbl | sjónvarp

Ekki góð ára yfir Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 29. apríl | 10:01 
Ósætti Liverpoolmannanna Mohameds Salahs og Jürgens Klopps þegar lið þeirra mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport.

Ósætti Liverpoolmannanna Mohameds Salahs og Jürgens Klopps þegar lið þeirra mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport.

Salah og Klopp áttu í orðaskiptum áður en Klopp sendi Egyptann inn á sem varamann seint í leiknum og síðan var vitnað til ummæla sem féllu að leik loknum.

Bjarni Þór Viðarsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tómas Þór Þórðarson ræddu þetta í Vellinum. 

Margrét Lára sagði m.a. að það væri ekki góð ára yfir Liverpool þessa dagana. „Þetta er skrýtið og maður hefur ekki séð þetta áður,“ sagði Margrét.

Umræðurnar má sjá í myndskeiðinu en mbl.is birtir efni úr ensku knattspyrnunni og umræður um hana í samvinnu við Símann Sport.

Loading