mbl | sjónvarp

Aftur í úrvalsdeild 22 árum síðar (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 6. maí | 11:50 
Ipswich Town tryggði sér um helgina sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 22 ára fjarveru.

Ipswich Town tryggði sér um helgina sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 22 ára fjarveru.

Ipswich hafnar í öðru sæti ensku B-deildarinnar og fer því beint upp í úrvalsdeildina, þaðan sem liðið féll vorið 2002.

Ipswich hefur alls leikið fimm tímabil í ensku úrvalsdeildinni og tekur brátt þátt á sínu sjötta.

Af því tilefni hefur deildin tekið saman tíu fallegustu mörk sem liðið hefur skorað í deildinni.

Þau má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

Loading