mbl | sjónvarp

Guðmundur Árni hrifinn ólíkt Kristrúnu

INNLENT  | 6. maí | 13:12 
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar er hrifinn af fyrningarleið í sjávarútvegi. Þar talar hann þvert á þá skoðun sem Kristrún Frotadóttir hefur viðrað víða um land að undanförnu.

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist hrifinn af svokallaðri fyrningarleið í sjávarútvegi. Felst hún í því að veiðiheimildir útgerðarfyrirtækja verði gerðar upptækar á ákveðnu árabili og þeim endurúthlutað með einhverjum þeim hætti sem tryggi ríkissjóði fjármagn af veitingu þeirra.

Þar talar hann þvert á þá skoðun sem Kristrún Frotadóttir hefur viðrað víða um land að undanförnu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Segist Guðmundur hafa haldið hundrað ræður um málið „í gamla daga.“

 

Ágreiningur innan forystunnar

Þetta barst í tal í nýjasta þætti Spursmála og varðist Guðmundur Árni fimlega þegar hann var spurður út í þennan augljósa ágreining milli hans og hins óskoraða formanns Samfylkingarinnar.

 

Orðaskiptin um þetta efni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þá má sjá þáttinn þar sem Guðmundur Árni var gestur ásamt Evu Dögg Davíðsdóttur, nýjasta þingmanni VG en hún tók sæti á þingi í kjölfar þess að Katrin Jakobsdóttir sagði af sér þingmennsku.

 

Loading