mbl | sjónvarp

Skondin mistök og Eiður og Freyr skellihlógu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 3. nóvember | 22:40 
Hermenn blésu í lúðra fyrir hvern einasta leik í atvinnumannadeildum Englands í fótbolta um helgina til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Styrjöldinni lauk 11. nóvember 1918.

Hermenn blésu í lúðra fyrir hvern einasta leik í atvinnumannadeildum Englands í fótbolta um helgina til að minnast þeirra sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Styrjöldinni lauk 11. nóvember 1918. 

Skondið atvik átti sér stað fyrir leik Bournemouth og Manchester United á laugardag. Hermaður ætlaði þá að blása í lúður, en gleymdi greinilega aðskotahlut í lúðrinum með skondnum afleiðingum. 

Tómas Þór Þórðarson, þáttarstjórnandi Vallarins á Símanum sport, fór yfir atvikið með Frey Alexanderssyni og Eiði Smára Guðjohnsen og skellihlógu þeir að atvikinu. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading