mbl | sjónvarp

Glíma hústökufólks og lögreglu

INNLENT  | 14. desember | 9:59 
Hústakan á Vatnsstíg í apríl 2009 varð upphafið að sumri hústökufólks í Reykjavík. Þar kom saman fólk sem átti það sameiginlegt að vera í andstöðu við ríkisvaldið og þurfti það að glíma við á milli fjörutíu og fimmtíu lögreglumenn. Töluvert ber í milli eftir því hver lýsir atburðarrásinni þann dag.

Hústakan á Vatnsstíg í apríl 2009 varð upphafið að sumri hústökufólks í Reykjavík. Þar kom saman fólk sem átti það sameiginlegt að vera í andstöðu við ríkisvaldið og þurfti það að glíma við á milli fjörutíu og fimmtíu lögreglumenn. Töluvert ber í milli eftir því hver lýsir atburðarrásinni þann dag.

Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er fjallað um hústökuna og rætt við listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem var á meðal þeirra sem hafðist við í húsinu, og Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Jafnframt eru birtar myndir af aðgerðum lögreglu sem ekki hafa komið fyrir augu almennings áður. Meðal annars má sja þegar lögreglumenn brjótast inn í húsið og beita keðjusög til að komast að hústökufólkinu. 

112
Æsispennandi þættir um störf fólksins sem leggur sig í hættu við að bjarga öðrum úr háska. Eftirfarir, björgunarafrek, sakamál og margt fleira.
Loading