mbl | sjónvarp

Bragðarefur Ebbu Guðnýjar

MATUR  | 24. júlí | 19:00 
„Það er mjög auðvelt að gera bragðarefi heima úr hollu hráefni og það má eiginlega segja að ég vilji sérstaklega biðja unglinga landsins að prófa,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir.

„Það er mjög auðvelt að gera bragðarefi heima úr hollu hráefni og það má eiginlega segja að ég vilji sérstaklega biðja unglinga landsins að prófa þessa uppskrift sem og þær samsetningar sem þeim detta í hug,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem býður upp á girnilega uppskrift að þeytingi í nýjum þætti af Pure Ebba á MBL Sjónvarpi.

„Ef gott hráefni er fyrir hendi verður útkoman aldrei slæm og það hefur sýnt sig að þegar maður passar upp á að borða næringarríkan mat er maður mettur lengur og löngun í sætindi minnkar.“

Pure Ebba
Ebba Guðný sýnir þér hvernig hægt er að matreiða hollan og góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Ebba heldur úti vefnum pureebba.com
Loading