mbl | sjónvarp

Joonas fékk fría heimsendingu

ÍÞRÓTTIR  | 25. janúar | 22:54 
Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var helst til súr eftir 94:67-tap gegn Keflavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í fimmtu umferð deildarinnar í kvöld.

Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var helst til súr eftir 94:67-tap gegn Keflavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í fimmtu umferð deildarinnar í kvöld.

Kefla­vík lagði Grinda­vík í toppslagn­um

Daníel sagði sína menn hafa gert sig seka um mistök í fyrri hálfleik sem gerði Keflvíkingum auðvelt fyrir.

Botninn hefði svo dottið úr leik þeirra þegar Joonas hefði fengið „heimsendingu“ frá dómurum leiksins.

Jafnvægi í leik liðsins hefði gersamlega dottið úr takti og Keflvíkingar væru einfaldlega mjög góðir í körfubolta.

Daníel sagðist nú ekki ætla að missa mikinn svefn yfir þessu því mótið væri enn ungt og nóg eftir.

Sprotar
Í þáttunum Sprotar er fylgst með sprotafyrirtækjum og verkefnum þeirra.
Loading