mbl | sjónvarp

Trúir þú á örlögin?

INNLENT  | 24. júní | 9:00 
Mynd vikunnar í stuttmyndaröð MBL Sjónvarps heitir „Skafmiði“. Myndin er lokaverkefni Fannars Sveinssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands en hann skrifaði handritið og leikstýrði myndinni sjálfur. „Hún fjallar um mann sem tekur lán fyrir bíl og þarf nú að greiða lánið án tafar,“ segir Fannar.

Mynd vikunnar í stuttmyndaröð MBL Sjónvarps heitir „Skafmiði“. Myndin er lokaverkefni Fannars Sveinssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands en hann skrifaði handritið og leikstýrði myndinni sjálfur. „Hún fjallar um mann sem tekur lán fyrir bíl og þarf nú að greiða lánið án tafar,“ segir Fannar. Líkt og flestir leikstjórar segist Fannar vera með nokkur ókláruð handrit í vinnslu. „Ég er nú alltaf með hnút í maganum yfir því hvað það er langt síðan ég gerði síðustu stuttmynd. Þannig að það fer að koma að því að ég klári eitthvert handritið og hendi í eina stuttmynd.“ Fjöldi leikara kemur fram í stuttmynd Fannars, m.a. Gunnar Hansson, Magnús Ragnarsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðbjörg Thoroddsen, Ólafur S.K. Þorvaldz, Páldís Björg Guðnadóttir, Valdimar Sveinsson og Kjartan Darri Kristjánsson. Það getur verið mjög krefjandi fyrir leikstjóra að leikstýra svo stórum hópi leikara en myndin hefur fengið fínar viðtökur á kvikmyndahátíðum á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema ég sendi hana út á einhverja hátíð.“

Loading