mbl | sjónvarp

Mörkin: Tottenham skoraði sex á Old Trafford

ÍÞRÓTTIR  | 4. október | 20:05 
Totten­ham gerði sér lítið fyr­ir og vann 6:1-sig­ur á Manchester United er liðin mætt­ust á Old Trafford í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Mörkin og það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarson fóru yfir leikinn á Símanum Sport.

Totten­ham gerði sér lítið fyr­ir og vann 6:1-sig­ur á Manchester United er liðin mætt­ust á Old Trafford í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Mörkin og það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarson fóru yfir leikinn á Símanum Sport.

Ótrú­legt en satt þá byrjaði United bet­ur og fékk víta­spyrnu eft­ir aðeins 30 sek­únd­ur sem Buno Fern­and­es skoraði úr. Eft­ir það var leik­ur­inn eign Totten­ham-manna. 

Tanguy Ndombé­lé jafnaði strax á 4. mín­útu og þemur mín­út­um síðar var Heung-Min Son bú­inn að koma Totten­ham yfir. Vendipunkt­ur­inn kom svo á 29. mín­útu þegar Ant­hony Martial fékk beint rautt spjald fyr­ir að slá laust til Ériks Lamela. Varð eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur fyr­ir Totten­ham. 

Harry Kane bætti við þriðja mark­inu á 31. mín­útu og Son skoraði sitt annað mark og fjórða mark Totten­ham á 37. mín­útu og var staðan í hálfleik 4:1, Totten­ham í vil. 

Gest­irn­ir slökuðu lítið á í seinni hálfleik og Ser­ge Aurier bætti við fimmta mark­inu á 51. mín­útu og Kane skoraði sitt annað mark úr víti á 79. mín­útu eft­ir að Ben Davies var felld­ur inn­an teigs.

Lítið markvert gerðist á síðustu tíu mín­út­un­um og Totten­ham fagnaði ótrú­leg­um sigri. 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading