mbl | sjónvarp

Frábært próf fyrir Tottenham

ÍÞRÓTTIR  | 19. nóvember | 12:51 
Knattspyrnuunnendur geta nú lagt landsliðakeppnir til hliðar í bili og fylgst á ný með ensku knattspyrnunni um helgina eftir stutt hlé.

Knattspyrnuunnendur geta nú lagt landsliðakeppnir til hliðar í bili og fylgst á ný með ensku knattspyrnunni um helgina eftir stutt hlé. 

Andy Townsend, fyrrverandi landsliðsmaður Íra og nú sjónvarpsmaður, segir að leikur Tottenham og Manchester City á laugardag sé frábært próf fyrir Tottenhamliðið.

Fari svo að Tottenham vinni þá muni margir verða þeirrar skoðunar að liðið sé alvöru efni í meistaralið.

Manchester City hefur leikið nokkuð vel að mati Townsend en liðið hafi þó ekki náð að sýna sínar bestu hliðar ennþá.

Townsend hefur trú á Mourinho og spáir því að Tottenham muni vinna bikar undir hans stjórn. Hvort sem það verði á þessu tímabili eða síðar.

Leikur Tottenham og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fer fram á heimavelli Tottenham á laugardaginn klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Síminn Sport. 

 

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.

Mest skoðað

Loading