Yfir 50 þúsund áskrifendur að EVE Online

Um 50 þúsund eru áskrifendur að EVE Online.
Um 50 þúsund eru áskrifendur að EVE Online.

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP, sem rekur tölvuleikinn EVE Online á Netinu, tilkynnti í vikunni að áskrifendur hefðu í fyrsta skipti farið yfir 50 þúsund. Hefur áskrifendafjöldinn vaxið um 45% það sem af er árinu. Þá var annað met sett á mánudag þegar 11.284 leikmenn voru í leiknum á sama tíma og í sama „heimi“.

EVE-Online er svokallaður rauntíma-fjölþátttökuleikur. Geta tugþúsundir manna leikið hann samtímis, hvar sem er í heiminum. Spilarar geta átt ýmiss konar samskipti í þeim tilbúna heimi sem er í leiknum. Hægt er m.a. að berjast, vinna saman, byggja upp, svíkja og brjótast til valda, en sögusviðið er þúsundir sólkerfa.

Til að spila EVE-Online þarf að greiða fast áskriftargjald, um 15 dali á mánuði.

mbl.is