Deilt um heimafæðingar

Ljósmæður á Bretlandi svara fullum hálsi fullyrðingum um að heimafæðingar séu hættulegri en fæðingar á sjúkrahúsum, og auki líkurnar á dauðsföllum barna við fæðingu.

Fréttavefur Guardian skýrir frá því að Cathy Warwick, formaður félags 38.000 ljósmæðra í Bretlandi, sé bálreið eftir að bandarískir sérfræðingar birtu grein í síðasta mánuði þar sem fullyrt var að þrefalt meiri líkur væru á nýburadauða ef kona fæddi heima í stað þess að fara á sjúkrahús.

Í framhaldi af greininni kom fram í ritstjórnargrein hins virta læknatímarits The Lancet að konur hefðu „rétt til að velja hvar og hvernig þær fæddu börn sín en þær hefðu ekki rétt til að setja ófædd börn sín í hættu.“

Í viðtali við Guardian segir Warwick að greinin lýsi „kvenhatri og yfirlæti.“

Hún segir að ljósmæðrum finnist að yfirmenn heilbrigðismála á sviði fæðinga um allan heim hafi „sameinast í vandlega undirbúinni árás á heimafæðingar.“

„Hættan er sú að áhættan við fæðingar almennt sé kynnt fyrir konum á þann hátt að þær standi í þeirri trú að fæðing á sjúkrahúsi sé áhættulaus fæðing. Sem er ekki raunin. Það er engin örygg trygging fyrir því að kona muni ganga í gegnum áhættuminni fæðingu á sjúkrahúsi en heima,“ segir Warwick.

Ljósmæður um allan heim, sem hafa lengi barist fyrir því að gera fæðingar sem náttúrulegastar og þægilegastar fyrir konur, óttast að málstaður þeirra hafi borið talsverða hnekki undanfarin ár, vegna áróðurs frá heilbrigðiskerfum og í fjölmiðlum læknisfræðinnar.

Warwick segir vinsælt hjá sumum læknum að líta á fæðingu sem „heilbrigðisvanda en ekki náttúrulega athöfn.“

Læknar hafa mótmælt þessu og halda því fram að í einungis fjórðungi tilfella sé réttlætanlegt að leyfa konum að fæða heima.

Kostnaður vegna málaferla, þar sem NHS hafi þurft að borga hálfan milljarð punda í sektir vegna fæðingahjálpar, geri það að verkum að læknar hiki vegna heimafæðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...