Lestölva í lit

Nook Color.
Nook Color.

Bandaríska bókaverslanakeðjan Barnes og Noble afhjúpaði nýja gerð af lestölvu í dag.

Lestölvan, sem heitir Nook Color,  er með 18 sentimetra litaskjá  Verð hennar er um helmingur þess sem ódýrasta útgáfan af Apple iPad kostar.

Nook Color byggir á hugbúnaði frá Google og er með átta gígabæta minni. Byrjað verður að selja bókin af vefsíðu fyrirtækisins eftir miðjan nóvember.

Barnes og Noble þykja nú hafa skotið helstu keppinautum sínum, sem eru Sony Reader, Kindle og Apple iPad, ref fyrir rass.

Að sögn fyrirtækisins er hægt að lesa um tvær milljónir rafbóka í Nook Color. Einnig er hægt að lesa öll helstu dagblöð Bandaríkjanna, auk fjölda tímarita.

Í tækinu er einnig hægt að skoða tölvupóst, fara á Netið og hlaða niður tónlistarskrám og öðru slíku efni.

mbl.is