Fundu tvö vötn undir íshellunni

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. Rax / Ragnar Axelsson

Vísindamenn hafa uppgötvað tvö stöðuvötn rúmlega 800 metrum undir ísnum á Grænlandi, þau fyrstu sem hafa fundist í landinu. Vötnin eru um átta til tíu ferkílómetrar en gætu hafa verið allt að þrisvar sinnum stærri þegar þau voru stærst. Þetta kom fram í tilkynningu frá rannsóknarhópnum í gær.

Samkvæmt höfundum rannsóknarinnar geta vötn eins og þessi haft áhrif á rennsli íshellunnar og með einnig hæð sjávar. Uppgötvun vatnanna á Grænlandi gefur vísindamönnum betri innsýn í það hvernig hvaða áhrif umhverfið mun hafa á ísinn í framtíðinni.

Vötnin sem fundust á Grænlandi eru ólíkt þeim sem fundist hafa á Suðurheimskautinu og telja vísindamenn að þau hafi ekki orðið til á sama hátt. Tæplega 400 vötn hafa fundist á Suðurheimskautinu en þetta eru aftur á móti fyrstu vötnin sem hafa fundist á Grænlandi.

Grein redOrbit í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert