Yutu komið á sporbraut um tunglið

Yutu.
Yutu. AFP

Tunglfarið Yutu sem Kínverjar skutu á loft á mánudag komst á braut um tunglið í gær. Búist er við því að farinu verði lent á tunglinu um miðjan þennan mánuð til þess að rannsaka yfirborðið og leita að náttúruauðlindum.

Takist Kínverjum ætlunarverk sitt verða þeir aðeins þriðja þjóð heims til þess að lenda könnunarfari á tunglinu á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum.

Kínverjar líta á geimferðaráætlun sína sem tákn um vaxandi áhrif þeirra á alþjóðavettvangi og tækniþróun. Markmið þeirra er að koma á fót varanlegri geimstöð fyrir árið 2020 og senda að lokum mannað geimfar til tunglsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »