Á að leyfa skógum að brenna?

Skógareldar eru ekki óalgengt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Undanfarin hefur skógareldum fækkað en það svæði sem brennur er oft stærra. 

Ástæðan er sögð vera að eftir alvarlega skógarelda í Bandaríkjunum undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. hafi verið tekin sú stefna að koma í veg fyrir skógarelda með öllum tiltækum ráðum og slökkva þá sem kvikna í snatri.

Það hafi hins vegar leitt af sér mun þykkari og þurrari skóga sem fuðra hreinlega upp þegar skógareldar á annað borð verða, sem geri það að verkum að mun stærra svæði brenni en ella. Þess vegna hafi í síðari tíð verið barist fyrir því að grisja skóga mun meira en áður var gert, og jafnvel kveikja skógarelda viljandi til að koma í veg fyrir að skógar verði kjörlendi fyrir skógarelda síðar meir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...