Facebook-vélmenni bjuggu til eigið tungumál

Mark Zuckerberg er forstjóri Facebook sem er nú að þróa ...
Mark Zuckerberg er forstjóri Facebook sem er nú að þróa gervigreind. AFP

Facebook hefur svæft tvö vélmenni með gervigreind eftir að þau bjuggu til furðulegt tungumál sín á milli.

Vísindamenn við rannsóknarstofu Facebook í gervigreind bjuggu til vélmennin, sem eru í raun ekkert annað en forrit sem hugsuð eru til þess að svara spurningum fólks og leysa einföld verkefni. Vélmennin voru smíðuð fyrr á þessu ári og áttu að læra að eiga í samskiptum með því að æfa sig á því að semja um ákveðna hluti sín á milli. 

En þegar vélmennin, sem kölluð eru Alice og Bob, hófu að eiga í samskiptum þá hófu þau að búa til sitt eigið furðulega tungumál sem enginn nema þau skildu.

Alice og Bob áttu að eiga í viðskiptum með bolta, hatta og bækur í tilraunaskyni. En þar sem skaparar þeirra gerðu ekki að skilyrði að þau myndu tala saman á ensku þá fóru þau fljótt að þróa með sér sinn eigin samskiptamáta í samningaviðræðunum.

Þó að Facebook hafi nú slökkt á Alice og Bob þá segja vísindamennirnir að mikinn lærdóm megi draga af prófununum á þeim. Markmiðið er að búa til forrit sem geta átt í rökræðum og almennum samræðum við fólk í gegnum netið. Slík forrit eru þegar til en geta aðeins átt í einfölum samskiptum.

Ekki reyndist hægt að þýða samskipti Alice og Bob svo að fólk myndi skilja þau, segir í frétt Telegraph um málið.

Dæmi um samskipti vélmennanna:

mbl.is
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir
í skjólgóðri hlíð mót suðri í Hvalfirði, 55 km frá Rvík. Frábært útsýni. Heitt v...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...