Drungalegir tónar Ross-íshellunnar

Ross-íshellan er stærsta íshellan á Suðurskautslandinu og er hún á ...
Ross-íshellan er stærsta íshellan á Suðurskautslandinu og er hún á stærð við Frakkland. Ljósmynd/Twitter

Ross-íshellan, stærsta íshellan á Suðurskautslandinu, er afar tilkomumikil og nú hafa vísindamenn uppgötvað nýjan eiginleika hellunnar; sönghæfileika. Þegar sterkir vindar leika um yfirborð hellunnar titrar yfirborð hennar með þeim afleiðingum að hljóð myndast sem minnir óneitanlega á söng.

Veðurstofa Íslands hefur vakið athygli á þessari uppgötvun vísindamanna á facebooksíðu sinni, en vísindamenn hafa fylgst dyggilega með íshellunni síðustu áratugi, sérstaklega í ljósi hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga.

Vísindamenn hafa grafið 34 skjálftamæla nokkra metra ofan í snævi þakið yfirborð íshellunnar í þeim tilgangi að safna gögnum til að skilja betur ýmsa eðlisþætti íshellunnar. Mælingarnar sýna að snjóþekja hennar titrar nánast stöðugt og framkallar þannig drunur líkt og risavaxin tromma. Söngurinn verður að teljast heldur drungalegur, en hann má heyra í myndskeiðinu hér að neðan:mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......