Gekk að eiga heilmynd

Móðir Akihiko Kondo neitaði að mæta í brúðkaup hans í síðasta mánuði sem kemur kannski ekki öllum á óvart, þrátt fyrir að hann sé einkasonur hennar, þar sem hann gekk að eiga svokallaða heilmynd (hologram).

Kondo, sem er 35 ára gamall, kvæntist dúkku sem er eftirmynd raunveruleikastjörnunnar Hatsune Miku. Raunveruleikastjarnan er búin til af listamanninum KEI og er rödd hennar gerð úr afbrigðum af rödd leikkonunnar Saki Fujita. Brúðan er einna þekktust fyrir tónlist sína og einn þeirra sem hefur fundið hugfró í rödd hennar er Kondo. Endaði þetta með því að hann varð ástfanginn af sýndarveruleikanum og tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að kvænast Miku 4. nóvember. 

Kondo mætti til athafnarinnar með Miku-dúkku klædda í brúðarkjól og voru 39 gestir við athöfnina. Ástæðan fyrir því að Kondo hefur átt erfitt með samskipti við konur af holdi og blóði er sú að hann varð fyrir alvarlegu einelti á vinnustað af hálfu kvenna. Endaði þetta með því að hann var rekinn úr vinnunni en þegar honum leið sem verst fann hann huggun í fögrum söng Miku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert