Heyrir iTunes sögunni til?

Getgátur eru uppi um að tónlistarveitan iTunes frá Apple muni …
Getgátur eru uppi um að tónlistarveitan iTunes frá Apple muni brátt heyra sögunni til. AFP

Tónlistarveitan iTunes þar sem hægt er að hlýða á tónlist og einnig festa kaup á henni mun brátt heyra sögunni til. Tæknirisinn Apple mun innan skamms hætta að bjóða upp á forritið en í stað þess koma þrjú aðskilin snjallforrit sem notendur geta nálgast tónlist, sjónvarpsefni og hlaðvarp. Þetta kemur fram á vefnum RollingStone

Samkvæmt heimildum vefsins verður greint frá þessu á árlegri tækniráðstefnu, Worldwide Developers Conference, í borginni San Jose í Kaliforníu-ríki næsta mánudag. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og hefur orðrómur þess efnis verið á kreiki um árabil. 

Notendur nýja tónlistar snjallforritsins mega búast við því að einhverjir af eiginleikum iTunes verði til staðar í því nýja eins og að kaupa einstök lög.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert