Sólarhring til að fjarlægja hatursorðræðu

Laetitia Avia, þingkona En Marche, talar fyrir lagabreytingunni í þingsal ...
Laetitia Avia, þingkona En Marche, talar fyrir lagabreytingunni í þingsal í gær. AFP

Franskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp sem skyldar samfélagsmiðla og opin svæði á netinu til að fjarlægja hatursorðræðu innan sólarhrings, eða sæta ellegar sektu. Undir hatursorðræðu fellur meðal annars rasismi, andsemítismi, kynjamismunum og hatur í garð samkynhneigðra.

Vefsíður sem ekki verða við þessum nýju skyldum sínum gætu átt yfir höfði sér sekt að fjárhæð 1,25 milljónir evra (um 177 milljónir króna) en það veltur þó allt á umfangi og rekstrartekjum síðunnar.

„Við ættum ekki að umbera á netinu það sem við umberum ekki á götum úti,“ sagði Laetitia Avia, þingkona En Marche, flokks Macron forseta, en hún er af afrískum uppruna. Lögin eru lögð fram að undirlagi flokks forsetans, en þau eru byggð á svipuðum lögum sem eru í gildi í Þýskalandi.

Gagnrýnendur segja að frumvarpið setji of mikil völd í hendur miðlanna sjálfra. Þeir séu gerðir að úrskurðarvaldi og gert að dæma hvað sé hatursorðræða og hvað ekki.

Frumvarpið er enn eitt dæmið um tilraunir stjórnvalda víðsvegar til að koma böndum á internetið og hefta það frelsi sem þar hefur viðgengist. Ámóta frumvarp var samþykkt á Evrópuþinginu í fyrra, þar sem vefsíðuhöldurum er gert að bera ábyrgð á öllu efni sem þangað ratar inn, jafnvel þótt það sé skrifað af notendum. Hefur verið bent á að ógjörningur verði fyrir þá sem reka stórar vefsíður að vakta allt efni sem þangað fer inn nema að beita sjálfvirkum síum; koma á einhvers konar vélmennavöktun. 

mbl.is
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...