Grant Imahara látinn 49 ára að aldri

Grant Imahara.
Grant Imahara. Wikipedia/Gage Skidmore

Bandaríski verkfræðingurinn og þáttastjórnandinn Grant Imahara, sem stýrði meðal annars vísindaþáttunum Mythbusters og White Rabbit Project, er látinn 49 að aldri. Banamein hans var heilablóðfall vegna slagæðagúlps.

Imahara var þekktastur fyrir vinnu við þáttaröðina MythBusters, þar sem hann hannaði meðal annars og bjó til vélmenni sem hægt var að nota í vísindaskyni. 

Imahara kom einnig að leikmunagerð fyrir kvikmyndir þar á meðal Star Wars. Imahara var einnig dómari í þáttunum BattleBots sem voru sýndir á The Discovery Channel líkt og Mythbusters. White Rabbit Project þættirnir voru aftur á móti á Netflix.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert