Microsoft varar þúsundir viðskiptavina við

Húsnæði Microsoft í Maryland-ríki.
Húsnæði Microsoft í Maryland-ríki. AFP

Microsoft hefur varað þúsundir viðskiptavina sem nota skýjalausnir fyrirtækisins við nýuppgötvuðum galla sem varð til þess að gögn þeirra voru berskjölduð í vissan tíma.

Vandamálið tengist lykilorðum til að komast inn í gagnabanka Cosmos DB sem Microsoft Azure starfrækir. Uppgötvaðist það fyrir tveimur vikum að sögn netöryggisfyrirtækinu Wiz.

„Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það kom okkur á óvart þegar okkur tókst að komast án nokkurra takmarkana inn í reikninga og gagnagrunna þó nokkurra þúsunda viðskiptavina, þar á meðal margra fyrirtækja á Fortune 500-listanum,” sagði Wiz á bloggsíðu sinni í gær.

Fyrirtæki á borð við Coca-Cola og Exxon-Moblie nota Cosmos DB til gagnageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert