Heiðagæs í sögulegu hámarki

Gæsaveiðin hefst á morgun. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki.
Gæsaveiðin hefst á morgun. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Gæsaveiðitímabilið hefst á morgun. Frá og með 20. ágúst er heimillt að skjóta bæði grágæs og heiðagæs. Þann 1. september hefst svo veiðitímabil á ýmsum andategundum, svo sem stokkönd, urtönd, rauðhöfða og fleiri tegundum. Þann sama dag hefst svartfuglatímabilið.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar, ust.is, kemur fram að heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki. Ekki er greint frá því hver stofnstærðin er, en ljóst að staða hans er gríðarsterk. Stofninn hefur margfaldast frá því á miðri síðustu öld þegar hann taldi 23 þúsund fugla. Árið 2014 var stofn íslensk-grænlensku heiðagæsarinnar talinn vera um 390 þúsund fuglar.

Flestir veiðimenn fara inn á hálendið til að sitja fyrir heiðagæsinni í upphafi veiðitíma. Þegar kólnar og ber og annað æti gæsarinnar eyðileggst, leitar hún í akra og gras og þá er oft hægt að gera góða veiði í fyrirsát.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert