Hörgárurriði étur mýs

Urriðinn og mýsnar úr Hörgsá.
Urriðinn og mýsnar úr Hörgsá. svak.is

Urriði veiddist fyrir skemmstu í Hörgá í Eyjarfirði og þegar veiðimaðurinn slægði fiskinn að lokinni veiðiferð fundust tvær fullorðnar mýs í innyflunum á honum. 

Frá þessu er greint inn á vef Stangveiðifélags Akureyrar sem heldur utan um veiðirétt í ánni. Að sögn Guðrúnar Unu Jónsdóttur,formanns félagsins, þá veiddist urriðinn í Bægisárhyl á veiðisvæði 5a fyrir nokkrum dögum. 

Urriðinn er gráðugur rán­fisk­ur og ótal sögur um að hann éti mýs ef færi gefst. Þá er þekkt að hann éti einnig andarunga og hafa menn meðal annars orðið vitni að því í Laxá í Mývatnssveit. Fyrir mörgum árum veiddist stór urriði í Langavatni á Mýrum þar sem í maganum á honum fundust sjö stálpaðir toppandarungar.

Annars lauk veiði í Hörgá svæðum 4b, 5a og 5b hinn 10. september, en opið er á öðrum veiðisvæðum út mánuðinn, Samkvæmt rafrænni veiðibók fyrir ána þá er búið að bóka 611 fiska þar, sem skiptast í 524 bleikjur og 87 urriða. Ekki er útilokað að enn eigi einhverjir eftir að skrá afla sinn.

Stærsta bleikjan það sem af er sumri veiddist á flugu á svæði 4b hinn 1. ágúst og mældist 61 cm á lengdina og 3,2 kíló að þyngd. Þá veiddust tvær 58 cm bleikjur á fluguna Phesant tail hinn 20. júlí í Bægisárhyl á svæði 5a sem voru vigtaðar 2,8 kíló.

Stærsti skráði urriðinn það sem af er veiddist 3. ágúst í Lönguhlíð á svæði 4a á fluguna Krókinn og var vigtaður 2,5 kíló og mældur á lengdina 52 cm.

Flugan hefur gefið 367 fiska, maðkurinn gefið 119 og 125 fiskar hafa komið á spón.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert