Páfagauksflugan að gefa á Þingvöllum

Fjölmenni mætti til að fá upplýsingar um veiðistaði í Þingvallavatni ...
Fjölmenni mætti til að fá upplýsingar um veiðistaði í Þingvallavatni og sjá Marek Imierski hnýta flugur sínar í Veiðihorninu í gærkvöldi. Ljósmynd/Veiðihornið

Það voru margir tilbúnir að hlusta á meistara Cezary Fijalkowski í gærkvöldi þegar hann deildi reynslu sinni af veiðum á urriða í Þingvallavatni, á kvöldfundi í Veiðihorninu í Síðumúla. Að sama skapi var mikill áhugi á að hitta og fylgjast með vinnubrögðum Marek Imierski, sem er margfaldur Póllandsmeistari í fluguhnýtingum. En það eru einmitt flugurnar hans Mareks sem hafa gefið Cezary svo góða veiði. Saman fóru þeir til veiði um helgina í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum og þar reyndir Marek á eigin skinni hversu öflug hönnunin hans er þegar kemur að ísaldarurriða. Páfagauksflugan, eða Parrot Fly hefur verið að gefa góða veiði.

Parrot Fly eða Páfagauksflugan í nokkrum útfærslum. Marek er margfaldur ...
Parrot Fly eða Páfagauksflugan í nokkrum útfærslum. Marek er margfaldur Póllandsmeistari í hnýtingum. Lljósmynd/Veiðihornið

Flugur Mareks Imierski eru listasmíð og það virðist sem urriðinni sé sammála þeirri fullyrðingu. Marek hnýtir þessar flugur einungis hnýttar á sterkustu fáanlega króka frá Gamakatsu. Þeir félagar Cezary og Marek eru sífellt að vinna að nýrri hönnun og eitt verkefnið er að búa til hina einu sönnu Þingvallavatnsflugu. Þegar Parrot Fly er annars vegar virðist sem þeim félögum miði vel áfram.

Marek tók þennan í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum, um helgina ...
Marek tók þennan í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum, um helgina á Parrot Fly Ljósmynd/CF

Páfagauksflugan er eitthvað sem verður að vera í fluguboxinu ef menn ætla í þjóðgarðinn að leita að urriða. Þar líka ljóst að ýmsir af þeim sem hlustuðu á leiðbeiningar Cezary munu fara á þær slóðir sem hann greindi frá. Eins og komið hefur fram í Sporðaköstum hér á mbl.is hefur hann gert feiknaveiði í landi þjóðgarðsins.

Flugur Imierski fást enn sem komið er aðeins í Veiðihorninu í Síðumúla.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is