Snælda á röngum stað og spenningur

Spenningur. Mættir í Brúará. Dagurinn var góður þó svo að …
Spenningur. Mættir í Brúará. Dagurinn var góður þó svo að veiðin hafi verið dræm. Ljósmynd/Steinar Þórhallsson

Það fara ekki alltaf saman væntingar og veiði. En hér má sjá spenntan veiðimann halda til veiða í Brúará í landi Spóastaða. Það var Steinar Þórhallsson sem tók þessa mynd af veiðifélaga sínum sem hér boðar komu sína. Spennan var töluverð, en veiðin afar dræm. Því fylgdi sögunni að dagurinn hefði verið góður.

Þríkrókur á kafi í kjálka. Þessi sat djúpt eins og …
Þríkrókur á kafi í kjálka. Þessi sat djúpt eins og myndasmiður tilgreindi í póst með myndinni. Enn og aftur gott að muna að nota gleraugu, sérstaklega á haustin þegar blæs oft hressilega. Ljósmynd/Ómar

Ómar sendi þessa inn. Hér er Þýsk Snælda, eða appelsínugul Snælda lent á röngum stað og sat djúpt, eins og Ómar sagði í póstinum með þessari mynd.

Skemmtileg mynd af veiðimanni að veiða í Hoffellsá. Þessi er …
Skemmtileg mynd af veiðimanni að veiða í Hoffellsá. Þessi er tekin á dróna og veiðimaður er Pálmi Geir Siggeirsson. Ljósmynd/Benóný Þórhallsson

Hér veiðir Pálmi Geir Siggeirsson, Hoffellsá. Myndin er tekin á dróna og myndasmiður er Benóný Þórhallsson.

Smálax í Laxá á Ásum við það að rjúfa yfirborðið.
Smálax í Laxá á Ásum við það að rjúfa yfirborðið. Ljósmynd/Gísli Harðarson

Gísli Harðarson sendi þessa frá Laxá á Ásum. Lax að rjúfa yfirborðið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira