Besta veiðimyndin kynnt á laugardag

Þorsteinn Joð slæst við stórlax í Neðri fossi í Hofsá. …
Þorsteinn Joð slæst við stórlax í Neðri fossi í Hofsá. Þegar upp var staðið landaði hann 92 sentímetra hæng. Þorsteinn er einn þriggja í dómnefndinni. Ljósmynd/Einar Falur

Þriggja manna dómnefnd, sem tók að sér að velja bestu veiðimynd sumarsins 2019, er að ljúka störfum. Sigurmyndin verður birt hér á laugardag. Dómnefndina skipa Þorsteinn J. Vilhjálmsson, veiði- og fjölmiðlamaður, Kjartan Þorbjörnsson betur þekktur sem Golli og er hann fulltrúi fagmanna í nefndinni en Golli er reyndur og virtur ljósmyndari og hefur meðal annars tekið mikið af veiðimyndum. Síðastur en ekki sístur í dómnefndinni er svo Ólafur Vigfusson eigandi Veiðihornsins. Samkeppnin var samstarfsverkefni Sporðakasta og Veiðihornsins.

Verðlaunin eru glæsileg, eða Sage X flugustöng að verðmæti 129.900 kr. Það er Veiðihornið í Síðumúla sem gefur verðlaunin. Mikill fjöldi mynda var sendur inn og þakka Sporðaköst þann mikla áhuga sem veiðimenn og lesendur sýndu.

Í haust birtum við margar myndir sem dæmi um þá miklu flóru sem barst samkeppnina. Þær myndir sem bárust í samkeppnina kunna þó enn að birtast opinberlega þar sem Veiðihornið mun nýta sér einhverjar þeirra til kynninga og auglýsinga.

Dómnefnd eru þökkuð yfrigripsmikil störf og óeigingjörn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira