Varmá á mikið inni þegar hlýnar

Björn Hlynur Pétursson með birting úr Varmá. Þeir voru að …
Björn Hlynur Pétursson með birting úr Varmá. Þeir voru að sjá allar stærðir af fiski og settu í nokkra sem þeir réðu ekki við. Ljósmynd/Aðsend

Ein af þeim ám á Suðurlandi sem eru spennandi í vorveiði er Varmá sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur annast. Þrátt fyrir að apríl sé enn rétt byrjaður eru dæmi um að menn hafi þegar veitt þar tvo daga, þrátt fyrir rysjótt veður. Einn þeirra er Björn Hlynur Pétursson sem fór í Varmá við Hveragerði hinn fjórða apríl og aftur í fyrradag.

Hann segir skilyrði hafa verið erfið sökum veðurs. „Það var svo mikill snjór í ánni að hún var bara þykk,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst. Hann og Jónas K. Jóhannsson félagi hans hafa landað átta birtingum í þessum tveimur túrum og verður það að teljast afar gott miðað við aðstæður, sem hafa verið mjög krefjandi.

Allt í keng. Hér er tekist á við góðan fisk. …
Allt í keng. Hér er tekist á við góðan fisk. Stærsti birtingurinn sem þeir lönduðu var 65 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

„Við fengum birtinga upp í 65 sentímetra. Magnaðast var þegar ég kom að hyl og setti undir Sauðinn sem Hjörtur Oddsson hjartalæknir hannaði. Stór og flottur birtingur tók fluguna en fljótlega missti ég hann. Nokkru síðar kastaði ég Sunray yfir þennan sama hyl og fékk þvílíkar ólgur í fjögur skipti þar til hann loksins tók. Hann mældist 65 sentímetrar.“

Björn Hlynur er heltekinn af veiðidellu og segist bara ekki vilja gera annað en að vera við árbakkann. Hann er nú í námi að læra veiðileiðsögn og finnst það afar áhugavert.

„Mig langaði svo í vinnu sem ég þarf ekki hvíld frá. Ég er búinn að finna hana,“ brosir Björn Hlynur þegar rætt er um framtíðina.

Aðstæður við Varmá hafa verið erfiðar fyrstu daga veiðitímans. Þetta …
Aðstæður við Varmá hafa verið erfiðar fyrstu daga veiðitímans. Þetta er býsna kuldaleg mynd. Ljósmynd/Aðsend

Aðstæður við Varmá þessa tvo daga hafa verið mjög erfiðar og þegar þeir félagar byrjuðu að veiða þann fjórða var afar hvasst og þegar leið á dag fór að snjóa. „Þetta var samt frábært,“ segir Björn Hlynur.

Hann átti sér þá ósk að veiða alveg niður í ós en aðstæður buðu einfaldlega ekki upp á það. Veiðin við teljarann var góð en Björn Hlynur segir að rétt ofan við bílastæðið þar sem menn leggja sé magnaður og afar vanmetinn veiðistaður. „Við settum þar í flotta fiska sem slitu og við áttum ekki séns í. Þarna voru mjög stórir birtingar.“

Hann segir að spennandi verði að fylgjast með Varmánni næstu daga þegar aðstæður batna og hærri hitatölur fara að sjást. „Þá mun hitna í kolunum þarna. Varmá á mikið inni í vorveiðinni.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert